Friday, February 1, 2008

Sumarsaga úr Sveitinni

Í Ágúst var ég heima hjá Steina og var ein heima á bænum.
Hinir voru allir einhvers staðar lengst úti á túni í einhverjum heyskap.

Svo heyri ég að það keyrir bíll inn í hlaðið og ég kíki út um gluggan. Bíllinn var með kerru í eftirdragi og fjórhjól með sjóræningjafána þar ofan á.. Bíllinn bremsar svo og áður en að hann nær að stoppa alveg hoppar maður út öðru megin. Og svo þegar bíllinn var orðin stopp hoppar annar maður út hinumegin. Eitthvað voru þeir nú báðir skrítnir til göngulagsins þessir menn...Þeir voru sem sagt að koma ofan úr dal og höfðu verið þar að leika sér á fjórhjólinu sem var á kerrunni allan daginn, velta og hafa það notaleg. Og það hefur greinilega verið eitthvað þurrt loftið þarna uppfrá því þeir voru orðnir það sótölvaðir að þeir stóðu varla í lappirnar.

Þetta var s.s. eldri bróðir Steina og annar úr sveitinni. Og þar sem að ég var sú eina sem var heima náðu þeir einhvern veginn að plata mig til þess að keyra fyrir sig út eftir í Varmahlíð á Lalla Djóns sem er s.s. L300 drusla sem dró varla andann, hvað þá með sjóræningjafjórhjólið hangandi þarna í eftirdragi. Sem betur fer lét eg þá ekki keyra því þeir voru alveg skrallandi fullir og voru ruglandi hægri vinsti í mér. Ég keyrði eins og druslan dró, með logsuðugleraugu, alveg eins og herforingi semsagt á svona 70 í mesta lagi en fyrsti gírinn var tekinn með trompi þegar vegurinn lá upp á við. En svo stoppuðum við þarna á einhverjum bæ á leiðinni þar sem þeir rugluðu enn meira í fólki. Og svo fórum við þaðan eftir laaanga stund og torfæruðumst einhvern grassneiðing heim til stráks sem heitir Sóli. Þar drukku þeir nú aðeins meira og voru þetta líka hressir.

Þegar þarna var komið var þessi 15 mínútna leið í áttina að Varmahlíð búin að taka 4 tíma....
Og ég var ekki enn komin í símasamband sem er fínt sérstaklega þegar maður lætur sig hverfa svona sporlaust...

En svona uppúr 8 vorum við komin í Varmahlíð og ég bjóst við að geta komist aftur til baka á bíl frá bróðurnum, en það sem mætti þeim voru 2 brjálaðar eiginkonum sem voru búnar að bíða eftir þeim í nokkra tíma og ekkert búnir að láta vita af sér. Þannig að engan fékk ég bílinn, bróðirinn þorði ekki alveg að hætta á það að lána mér hann enda er konan hans hörkukvendi. En fyrir rest náði ég í steina og lét hann sækja mig úr þessu magnþrungna andrúmslofti. Og strákarnir hinir fóru í útivistarbann og máttu ekki fara á ball um kvöldið.

Aumingja þeir =)

1 comment:

Gyda said...

hehe.. um að gera að setja þá bara í útisvistabann eins og óþekkar 14 ára stelpur!