Færeyskur Messías heimsækir Reykjavík
Jesú, ásamt Antoni lærisveini, í Ártúnsbrekkunni.
Karlmaður um þrítugt, sem kallar sig Jesú frá Hnauseyri, reið á asna inn í Reykjavík seint í gærkvöldi.
Að sögn mannsins, sem talar með sterkum færeyskum hreim, hefur hann vitað um langt skeið að hann væri sonur Guðs, en ekki viljað gera neitt í því fyrr en núna.
"..jú, það er rétt, ég er svona að vinna í þessum málum - ég er kominn með einn lærisvein, náði að lækna frænda minn af helvíti slæmri hálsbólgu og er svona að byrja að ganga á litlum pollum og svoleiðis. Sennilega fer ég svo til Ameríku, eða eitthvert þar sem dauðarefsingar eru leyfðar, til að klára pakkann," sagði Jesú að lokum.
No comments:
Post a Comment