Við Kristín ákváðum að fara á djammið í gær og pöntuðum leigubíl og alltílagi með það, svo á leiðinni tók ég eftir miða sem hékk beint fyrir framan mig á framsætisbakinu og byrjaði að gamni að lesa upphátt af því á ítölsku og skildi náttúrulega ekkert hvað ég var að lesa, leigubílstjórinn fór eitthvað að flissa af framburðinum mínum þarna frammí og ég hélt áfram að lesa og svo alltíeinu var ég byrjuð að lesa á ensku (sá ekki fyrr að þetta var á fleiri tungumálum) "dear passengers, please fasten your seatbelts..." og ég bara "Ó!!!" og festi beltið ! algjör ljóska híhí.. þetta fannst bílstjóranum og kristínu voða fyndið!
Svo þegar við keyrðum lengra þá benti bístjórinn okkur á að horfa út um gluggann og þar á götunni lá steindauður maður út á miðri götunni, löggan greinilega nýkomin og var búin að breiða yfir hálft líkið, úff það var frekar skrítið að sjá þetta, við vorum báðar í sjokki eftir þetta, duttum alveg úr stuði en vorum ekki lengi að lækna það með nokkrum kokteilum og fullt af danssporum ;)
Fleira blogghæft gerðist ekki þetta kvöld ;P
kv.Gyda
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Dauður maður... Ojj óhugnalegt!
jáhh frekar :/
Takið eftir seinustu orðunum!
Fleira blogghæft gerðist ekki þetta kvöld! hahahahahhaahha
ahhahahhahahahahahahhahahaah
Það er skrítið að upplifa eitthvað sem ekki er á SNJÓLANDINU okkar :)
We miss you girl Gyðus :(
Hvenær má ég reikna með þér vinnu honey ???
Post a Comment