Sunday, February 3, 2008

ég fann eitt brilliant blogg á gömlu chicas síðunni okkar sem sandra bloggaði mjög fyndið copyaði og peistaði það hingað með commentunum og öllu

19.1.06

Hennar hátign hafði þetta að segja!

Er ég með stimpil á enninu eða ?

Við stelpurnar skelltum okkur á mission á selfoss núna í fyrrakvöld!
Sem væri ekki frásögu færandi...
stelpurnar ætla að sækja mig, og við ætluðum að kikja inn í hálfleik á körfuboltaleik hjá akademíunni. Þær ætluðu bara fyrst að koma við hjá Gytler og sækja hana áður en þær næðu í mig. Og á þessum tíma sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera 10 mínútur náði ég að gera alveg heilan helling, held að stelpurnar hafi villst á leiðinni á ''Toyotu Lancernum'' eða var það Mishubishi Corolla ;) En já svo fórum við allt-allt of seint á þennan körfuleik sem var bara búin þegar við komum. Þannig að við ákváðum að sækja bílinn hennar krissu á planinu sem var rafmagnslaus frá því fyrr um daginn. En svo vildi til að það var bíll þeim megin við bílinn hennar þar sem við þurftum að komast að svo að kaplarnir næðu, þannig að okkur snillingunum datt í hug að ýta bílnum afturábak í næsta stæði. En það gekk ekki vel í rennisléttum skóm og manndrápshálku. Og þá fer að bera að fólk.
Gylfi kennari: Er ekki betra að hafa bílinn í gangi til að færa hann?
Við hugsum (ha ó ég fattaði það bara ekki! not.)
Við: BÍLINN ER RAFMAGNSLAUS!
Gylfi tjáir sig eitthvað frekar um þessi mál en skynjar svo að við afþökkum alla afskiptasemi og hann hverfur á brott.
Næsti gestur..
Hannes þýskukennari: Þið kunnið þetta alveg er það ekki?!?
VIð: JÚ!!!!!!!
Hannes: Passiði bara að vera ekki með andlitið ofan í geyminum, hann getur sprungið!
Við: JÁ!!!! (smá pirraðar, eða ég allavegana....)
Hannes fer eftir að hann skynjar ''get lost'' augnarráðin.
2 karlar+körfuboltasonur
(Bíllinn fer ekki í gang, hann er ískaldur og kaplarnir ekki upp á sitt besta)
Karlar: Koma og skipta sér af alveg óumbeðnir!
Karlar: Kunniði þetta
Við: JÁ! (en því miður eru þeir ekki að ná merkingu ''get lost'' augnarráðsins)
karlar: er þetta ekki ö-a tengt
KArlar: SLökktu á ljósunum!
Við: DAGLJÓS EKKI HÆGT AÐ SLÖKKVA.
Karlar: FIKTA í köplunum
Segja krissu að starta
Bíllinn fer ekki í gang
Karlar: ERUÐI Ö-A MEÐ RÉTT Á PLÚS&MÍNUS!
ÉG: (Hreyti úr mér) AUÐVITAÐ!
Körfustrákur: HALDIÐI AÐ ÞÆR SÉU ÞROSKAHEFTAR!
..eftir að afskiptasemi þeirra tókst ekki að gera neitt af viti halda þeir áfram að koma með bjánaspurningar....
Ég hreyti úr mér öllum mögulegum skýringum fyrir því að bílinn fór ekki í gang hjá okkur, kaldur bíll, grannir kaplar, sambandsleysi, gamall geymir, léleg leiðni, tómur geymir, getur tekið smástund..við ætlum að ná í aðra kapla. BLESS!
Og þeir hrökklast að lokum í burtu, við förum á essó og fáum aðra kapla og bíllinn flýgur í gang, og sú staðreynd að við værum ekki karlkyns virtist barasta ekki skipta bílinn neinu máli, skrítið, eða svona miðað við að það hafi e.t.v. skipt óumbeðna ofur-hjálpsama karlkyns vegfarendur öllu máli.

5 Comments:

  • @ 1/20/2006 08:52:00 AM, Blogger Sigríður said…

    jújú það stoppuðu margar ofurhetjurnar við hjá okkur. En hannes átti gullsetninguna af öllum hetjunum..."passiði bara að vera ekki með andlitið ofaní geyminum, hann getur sprungið"...hahahaha...... :) körfuboltastrákurinn var líka glöggur að sjá að við værum ekki þroskaheftar :)

  • @ 1/20/2006 11:21:00 AM, Blogger Krissa said…

    hahahahhahaah... ja, ef þetta hefði verið að morgni til hefðu þeir ALDREI framar komið nálægt kvenmanni að vesenast í bílum. Því ég er nú nógu skapvond þá og þetta var ekkert rosalega að fara vel í taugarnar mínar! Sérstaklega þegar einn kallinn stakk hausnum inní bílinn til mín og fór að forvitnast... unbelieveble!

  • @ 1/20/2006 11:31:00 AM, Blogger San.D. said…

    ef maður þarf hjálp þá biður maður um hana! Og við erum ö-a búnar að gera þetta hundrað sinnum hver!

  • @ 1/31/2006 09:58:00 PM, Anonymous Karlmaður said…

    hmmm, ég myndi nú telja að það væri almenn kurteisi að bjóða hjálp óumbeðið!! En það er kannski bara af því að ég er karlmaður

3 comments:

Gyda said...

HAhahahahahahah... þetta er æðislegt! gæti lesið þetta 100 sinnum..

Good old times! ...man samt hvað maður var orðin fokking pirraður þarna!!

Anonymous said...

ohh djös...

fokking internet helvíti!!

ég (krissa) var að gera seinasta komment kemst ekki inná þennann anskota öðruvísi!

Anonymous said...

Heyrðu þetta er bara alveg satt með geiminn...
Hefur víst gerst að þeir hafi sprungið..
heheh