Sunday, February 17, 2008
Gentle Ladies Skokk hópur
Sælar ladies,
ég sé að Baggalúts húmorinn minn hefur ekki vakið mikla lukku. Ætli það sé ekki bara vegna þess að Gyða hefur ekki komist á netið.
Annars er ég með smá tillögu. Það er nefnilega þannig mál með vext að núna í síðustu viku fór ég út að hlaupa með nokkrum úr Björgunarsveitinni og var það vægast sagt, dúndur gaman.
Mér datt því hug að það væri gaman að við myndum hittast einu sinni í viku og taka smá jogg saman og enda svo í heita pottinum á einhverri vel valinni sundlaug.
Það eru t.d. margar góða hlaupaleiðir í Árbænum og Elliðárdalnum og væri þá vel tilfalið að enda í Árbæjarlaug. Það væri líka fín staðsetning fyrir okkur flestar held ég.
Svo er Laugardalurinn og Laugardalslauginn líka kjörinn, Vesturbæjarlaug og Ægissíðan eru skemmtilegir skokk staðir en kanski helst til mikið ferðalag fyrir Grafhyltinga og Gravarvogsbúa.
Hvernig lýst ykkur á? Ég get sagt ykkur það að hóp-skokk er mun skemmtilegra en sóló-skokk og hvet ykkur allar til þess að prófa þetta áður en við afskrifum það.
Það eru allir ofsa-tímatrektir en það geta allir fundið einn klukkutíma, einu sinni í viku.
Ég vil stinga uppá Mánudögum eða Þriðjudögum en kemst annars hvenær sem er nema á Miðvikudögum.
P.s. Það er mega hipp og kúl að tilehyra skokk hóp núna, þannig að ef þið viljið slá í gegn á vinnustaðnum og í skólanum, þá er þetta klárlega málið !
Kv. Anus
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Allt svo anna.
Ég er megaháttar til.
Mér lýst vel á mánudaga og þriðjudaga.
Þarna þekki ég þig Sandra Dís!
Það var reyndar að koma í ljós að ég er að fara á 'línuæfingu' á morgun kl. 20.00 en ef við færum að skokkast kl. 18.00 þá næði ég því alveg :D
skokki-skokki-skokk!
Beta, Laufey, Harpa og Sirrý? Hvað segið þið hinar?
Ég get ekki verið með, er með læknisvottorð uppá það. En ég gæti verið gellan með orkudrykkinn tilbúin in da hot tub.. ;) En morgun er ég að fara í plúkkun.. sjænísjæns.
ohh já ég er til!
Finally e-r sem getur rekið á eftir mér að hreyfa á mér rassgatið!
P.s. Baggalútshúmor vakti mikla lukku hjá mér :)
P.P.s... ég man ekki lykilorðið/notendanafnið mitt? Hvað gera bændur þá?
Kær kveðja, Harpa Rún
Við mættum þrjár galvaskar uppí Árbæ í gær.
Megastuð og við geisluðum allar af hressleika og heilsu eftir á, fyrir utan það að handklæðinu mínu var stolið í Árbæjarlauginni :P
Svo er planið að hittast aftur á sama tíma í næstu viku.
Einnig er skokk með íþróttahópnum í Björgunarsveitinni á fimmtudaginn sem er skammarlega fámennur enn sem stendur og væri ofsa gaman að fá ykkur með.
Vá ég er komin í mega gott form og ég held ég hafi lést um svona 15 kg í gær!
Allavega leið mér geðveikt vel eftirá... :)
Já og ég heiti Harpa
Já úff, við verðum sko að passa okkur að fá okku alltaf prótín sjeik eftir hlaup, annars verðum við að engu með þessu áfram haldi sko!
Þess má líka geta fyrir perralinga að það er alltaf fullt af massalingum í sundi í Árbæjarlauginni ;)
Já ég held að ég hafi lést um 17 þannig að núna er ég bara 12 kíló :D
Laufey þú getur líka lagt þitt af mörkum og búið til kassabíl/hjólastól og látið okkur ýta þér til þess að geta verið með í gleðinni ;)
ææææjiii.. mér langar að ver meeeeeð :(
Post a Comment