Wednesday, February 27, 2008

Bjartsýni okkar Íslendinga


+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli.

-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!

-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.

-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.

-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.

-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar kaupa sér 48DVD og halda sig inni við.

-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.

-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.

-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.

-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision!

Monday, February 25, 2008

Skokk



Skokk í dag og svo svömm á eftir. Mæting í Árbæjarlaug kl. 18.15.

Be there or be square!

Thursday, February 21, 2008

Kauptu þér kind!!! Strax í dag !


Hvern hefur ekki löngum dreymt um að eiga eins og eitt stykki kind. Kind sem maður getur leikið við, fylgst með vaxa úr grasi,rúið og búið til vettlinga úr, ,,stjórnað mökum hennar'' og síðan borðað hana fyrir rest, þ.e.a.s. þegar maður fær leið á henni! Sannur vinur í ,,blíðu´´ og stríðu.

hahaha já það er ekki seinna vænna en að fjárfesta í þrusufjárfestingum því næsta sumar verður klárlega mjög inn að eiga kind ! Nú fer hver að verða síðastur því þær eru að rjúka út eins og heitar lummur, eða á ég að segja heit steik? ;)
Hvort sem fólk vill verða fóstur eða alvöru ''foreldri''

hahah ástæðan fyrir þessu kindaröfli mínu er sú að ég er búin að finna fyndnustu síðu mánaðarins held ég bara.

þar getur maður fest kaup á kind, eða gerst fóstureigandi. Óþrjótandi gleði í boði!
Og ef maður er ekkert mikið fyrir kindur þá er líka hægt að gera einhverri rollunni út í bæ lífið leitt og skýra gibbagibb eftir henni....

Þeir sem vilja fá gleði beint í æð ýta hér
Þeir sem vilja lemja mig ýta hér..............

Kv. Sandra Stoltur kindaeigandi!

Skokkur

Skokkur í dag kl. 18.30. Mæting við Árbæjarlaug.

:D

Sunday, February 17, 2008

Gentle Ladies Skokk hópur



Sælar ladies,

ég sé að Baggalúts húmorinn minn hefur ekki vakið mikla lukku. Ætli það sé ekki bara vegna þess að Gyða hefur ekki komist á netið.

Annars er ég með smá tillögu. Það er nefnilega þannig mál með vext að núna í síðustu viku fór ég út að hlaupa með nokkrum úr Björgunarsveitinni og var það vægast sagt, dúndur gaman.

Mér datt því hug að það væri gaman að við myndum hittast einu sinni í viku og taka smá jogg saman og enda svo í heita pottinum á einhverri vel valinni sundlaug.

Það eru t.d. margar góða hlaupaleiðir í Árbænum og Elliðárdalnum og væri þá vel tilfalið að enda í Árbæjarlaug. Það væri líka fín staðsetning fyrir okkur flestar held ég.

Svo er Laugardalurinn og Laugardalslauginn líka kjörinn, Vesturbæjarlaug og Ægissíðan eru skemmtilegir skokk staðir en kanski helst til mikið ferðalag fyrir Grafhyltinga og Gravarvogsbúa.

Hvernig lýst ykkur á? Ég get sagt ykkur það að hóp-skokk er mun skemmtilegra en sóló-skokk og hvet ykkur allar til þess að prófa þetta áður en við afskrifum það.
Það eru allir ofsa-tímatrektir en það geta allir fundið einn klukkutíma, einu sinni í viku.

Ég vil stinga uppá Mánudögum eða Þriðjudögum en kemst annars hvenær sem er nema á Miðvikudögum.

P.s. Það er mega hipp og kúl að tilehyra skokk hóp núna, þannig að ef þið viljið slá í gegn á vinnustaðnum og í skólanum, þá er þetta klárlega málið !

Kv. Anus

Thursday, February 14, 2008

Saturday, February 9, 2008

Helgarfýlingur með tómatsósu og glimmeri

Fregnir herma að Anna, Laufey, Arnór og Gunni hafi farið niður í bæ í í brjálaða veðrinu á meðan við hinir partýkúkarnir beiluðum á fjörinu eftir ofát af þorrapizzu og ofbirtu vegna fjólublás glimmers.
Fregnir kvöldsins eru eftirfarandi
Anna var alveg í ham, rétt eins og síðustu helgi, og sýndi á sér tennurnar og var til alls líkleg
Hefur hún hlotið viðurnefnið Anna chiVÁVÁ....
Hér má sjá mynd sem náðist af henni í einni af eftirlitsmyndavélunum á Organ.

Hún hugsaði margar ljótar hugsanir og lét næstum verða af öllu saman..

En Gunni og Arnór náðu þó fyrir rest að hafa smá hemil á henni, með smá ofbeldi þó og halda henni til friðs það sem eftir lifði af kvöldi, sem betur fer.

Hér má sjá aðra mynd sem náðist niðri í bæ af þeim við fagnaðarlætin eftir að náðist að róa frk ChiVáVá..


Þar sem karlinn hennar Laufeyjar er nú ekki staddur á landinu. Hefur hann heldur ekki getað verið staddur á Laufey. Fregnir herma því að hún hafi farið ein heim um kvöldið og fékk að gista

í sófa hjá Arnóri eða Önnu og henni líkaði það víst ágætlega og gerði gott úr öllu saman

Hér má sjá mynd sem ég fékk senda úr webcaminu hjá Arnóri klukkan 7 í morgun sem sýnir Laufey ásamt auglýsingaskilti sem hafði skolað niður með allri sæbrautinni í rigningunni frá alla leið frá Laugarrásbíói sem hún hafði í örvæntingu hirt nokkru fyrr.

Þannig að eftir allt var þetta mjög skemmtilegt og stórtjónalaust kvöld og stefnt í að endurtaka það sem allra fyrst.

Yfir og út og eigiði gott laugardagskvöld ;)



Sunday, February 3, 2008

ég fann eitt brilliant blogg á gömlu chicas síðunni okkar sem sandra bloggaði mjög fyndið copyaði og peistaði það hingað með commentunum og öllu

19.1.06

Hennar hátign hafði þetta að segja!

Er ég með stimpil á enninu eða ?

Við stelpurnar skelltum okkur á mission á selfoss núna í fyrrakvöld!
Sem væri ekki frásögu færandi...
stelpurnar ætla að sækja mig, og við ætluðum að kikja inn í hálfleik á körfuboltaleik hjá akademíunni. Þær ætluðu bara fyrst að koma við hjá Gytler og sækja hana áður en þær næðu í mig. Og á þessum tíma sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera 10 mínútur náði ég að gera alveg heilan helling, held að stelpurnar hafi villst á leiðinni á ''Toyotu Lancernum'' eða var það Mishubishi Corolla ;) En já svo fórum við allt-allt of seint á þennan körfuleik sem var bara búin þegar við komum. Þannig að við ákváðum að sækja bílinn hennar krissu á planinu sem var rafmagnslaus frá því fyrr um daginn. En svo vildi til að það var bíll þeim megin við bílinn hennar þar sem við þurftum að komast að svo að kaplarnir næðu, þannig að okkur snillingunum datt í hug að ýta bílnum afturábak í næsta stæði. En það gekk ekki vel í rennisléttum skóm og manndrápshálku. Og þá fer að bera að fólk.
Gylfi kennari: Er ekki betra að hafa bílinn í gangi til að færa hann?
Við hugsum (ha ó ég fattaði það bara ekki! not.)
Við: BÍLINN ER RAFMAGNSLAUS!
Gylfi tjáir sig eitthvað frekar um þessi mál en skynjar svo að við afþökkum alla afskiptasemi og hann hverfur á brott.
Næsti gestur..
Hannes þýskukennari: Þið kunnið þetta alveg er það ekki?!?
VIð: JÚ!!!!!!!
Hannes: Passiði bara að vera ekki með andlitið ofan í geyminum, hann getur sprungið!
Við: JÁ!!!! (smá pirraðar, eða ég allavegana....)
Hannes fer eftir að hann skynjar ''get lost'' augnarráðin.
2 karlar+körfuboltasonur
(Bíllinn fer ekki í gang, hann er ískaldur og kaplarnir ekki upp á sitt besta)
Karlar: Koma og skipta sér af alveg óumbeðnir!
Karlar: Kunniði þetta
Við: JÁ! (en því miður eru þeir ekki að ná merkingu ''get lost'' augnarráðsins)
karlar: er þetta ekki ö-a tengt
KArlar: SLökktu á ljósunum!
Við: DAGLJÓS EKKI HÆGT AÐ SLÖKKVA.
Karlar: FIKTA í köplunum
Segja krissu að starta
Bíllinn fer ekki í gang
Karlar: ERUÐI Ö-A MEÐ RÉTT Á PLÚS&MÍNUS!
ÉG: (Hreyti úr mér) AUÐVITAÐ!
Körfustrákur: HALDIÐI AÐ ÞÆR SÉU ÞROSKAHEFTAR!
..eftir að afskiptasemi þeirra tókst ekki að gera neitt af viti halda þeir áfram að koma með bjánaspurningar....
Ég hreyti úr mér öllum mögulegum skýringum fyrir því að bílinn fór ekki í gang hjá okkur, kaldur bíll, grannir kaplar, sambandsleysi, gamall geymir, léleg leiðni, tómur geymir, getur tekið smástund..við ætlum að ná í aðra kapla. BLESS!
Og þeir hrökklast að lokum í burtu, við förum á essó og fáum aðra kapla og bíllinn flýgur í gang, og sú staðreynd að við værum ekki karlkyns virtist barasta ekki skipta bílinn neinu máli, skrítið, eða svona miðað við að það hafi e.t.v. skipt óumbeðna ofur-hjálpsama karlkyns vegfarendur öllu máli.

5 Comments:

  • @ 1/20/2006 08:52:00 AM, Blogger Sigríður said…

    jújú það stoppuðu margar ofurhetjurnar við hjá okkur. En hannes átti gullsetninguna af öllum hetjunum..."passiði bara að vera ekki með andlitið ofaní geyminum, hann getur sprungið"...hahahaha...... :) körfuboltastrákurinn var líka glöggur að sjá að við værum ekki þroskaheftar :)

  • @ 1/20/2006 11:21:00 AM, Blogger Krissa said…

    hahahahhahaah... ja, ef þetta hefði verið að morgni til hefðu þeir ALDREI framar komið nálægt kvenmanni að vesenast í bílum. Því ég er nú nógu skapvond þá og þetta var ekkert rosalega að fara vel í taugarnar mínar! Sérstaklega þegar einn kallinn stakk hausnum inní bílinn til mín og fór að forvitnast... unbelieveble!

  • @ 1/20/2006 11:31:00 AM, Blogger San.D. said…

    ef maður þarf hjálp þá biður maður um hana! Og við erum ö-a búnar að gera þetta hundrað sinnum hver!

  • @ 1/31/2006 09:58:00 PM, Anonymous Karlmaður said…

    hmmm, ég myndi nú telja að það væri almenn kurteisi að bjóða hjálp óumbeðið!! En það er kannski bara af því að ég er karlmaður

Saturday, February 2, 2008

Friday, February 1, 2008

Sumarsaga úr Sveitinni

Í Ágúst var ég heima hjá Steina og var ein heima á bænum.
Hinir voru allir einhvers staðar lengst úti á túni í einhverjum heyskap.

Svo heyri ég að það keyrir bíll inn í hlaðið og ég kíki út um gluggan. Bíllinn var með kerru í eftirdragi og fjórhjól með sjóræningjafána þar ofan á.. Bíllinn bremsar svo og áður en að hann nær að stoppa alveg hoppar maður út öðru megin. Og svo þegar bíllinn var orðin stopp hoppar annar maður út hinumegin. Eitthvað voru þeir nú báðir skrítnir til göngulagsins þessir menn...Þeir voru sem sagt að koma ofan úr dal og höfðu verið þar að leika sér á fjórhjólinu sem var á kerrunni allan daginn, velta og hafa það notaleg. Og það hefur greinilega verið eitthvað þurrt loftið þarna uppfrá því þeir voru orðnir það sótölvaðir að þeir stóðu varla í lappirnar.

Þetta var s.s. eldri bróðir Steina og annar úr sveitinni. Og þar sem að ég var sú eina sem var heima náðu þeir einhvern veginn að plata mig til þess að keyra fyrir sig út eftir í Varmahlíð á Lalla Djóns sem er s.s. L300 drusla sem dró varla andann, hvað þá með sjóræningjafjórhjólið hangandi þarna í eftirdragi. Sem betur fer lét eg þá ekki keyra því þeir voru alveg skrallandi fullir og voru ruglandi hægri vinsti í mér. Ég keyrði eins og druslan dró, með logsuðugleraugu, alveg eins og herforingi semsagt á svona 70 í mesta lagi en fyrsti gírinn var tekinn með trompi þegar vegurinn lá upp á við. En svo stoppuðum við þarna á einhverjum bæ á leiðinni þar sem þeir rugluðu enn meira í fólki. Og svo fórum við þaðan eftir laaanga stund og torfæruðumst einhvern grassneiðing heim til stráks sem heitir Sóli. Þar drukku þeir nú aðeins meira og voru þetta líka hressir.

Þegar þarna var komið var þessi 15 mínútna leið í áttina að Varmahlíð búin að taka 4 tíma....
Og ég var ekki enn komin í símasamband sem er fínt sérstaklega þegar maður lætur sig hverfa svona sporlaust...

En svona uppúr 8 vorum við komin í Varmahlíð og ég bjóst við að geta komist aftur til baka á bíl frá bróðurnum, en það sem mætti þeim voru 2 brjálaðar eiginkonum sem voru búnar að bíða eftir þeim í nokkra tíma og ekkert búnir að láta vita af sér. Þannig að engan fékk ég bílinn, bróðirinn þorði ekki alveg að hætta á það að lána mér hann enda er konan hans hörkukvendi. En fyrir rest náði ég í steina og lét hann sækja mig úr þessu magnþrungna andrúmslofti. Og strákarnir hinir fóru í útivistarbann og máttu ekki fara á ball um kvöldið.

Aumingja þeir =)