Nýja bloggsíðan mín:) þá þarf ég ekki að segja sömu sögurnar 100x
Já og áttavitinn sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf hefur ekkert verið notaður en ég býð eftir að finna e-n dana sem getur kennt mér á hann:)
Móðir jólasveinanna, Grýla Pálsdóttir, tók sér á dögunum nýjan elskhuga. Hefur hún með því sagt skilið við sambýlismann sinn til margra ára, Leppalúða Bergsveinsson Cortez.
"Hann var bara of fríkí fyrir mig," sagði Grýla aðspurð um makaskiptin. "Ég er voða beisikk gella sko og meika ekki einhverja svona klikkhausa."
Hluta ástæðunnar segir Grýla einnig vera þá að Leppalúði hafi verið kominn til ára sinna og verið hættur að gagnast henni. "Ég meina, hafið þið séð einhverja nýja jólasveina nýlega? Ég hef bara mínar þarfir sko."
Hinn nýji elskhugi Grýlu heitir Óskar og er löggiltur fasteignasali. "Hann þénar rosalega vel, öfugt við hinn þarna sem átti bara ekki bót fyrir rassgatið á sér."
Í yfirlýsingu frá Leppalúða segir að hann hyggist krefjast forræðis yfir jólasveinunum, a.m.k. þeim sem viðurkenndir eru.
Öryggisverðir í Kringlunni hafa undanfarið átt í stökustu vandræðum með gamlingjagengi sem safnast hafa saman í verslunarmiðstöðinni og látið ófriðlega. Að sögn sjónarvotta er um að ræða fyrirfram skipulögð hópslagsmál og stympingar milli gengjanna, sem að auki viðhafa hróp og köll og ljótan munnsöfnuð.
Gengin eru einkum skipuð lífeyrisþegum 80 ára og eldri, sem „þrá tilbreytingu og spennu í innantómt og grámyglulegt líf sitt,“ eins og talsmaður þeirra komst að orði. Munu ýmsir einstaklingar innan gengjanna langt leiddir af lyfjaneyslu og áratuga áhorfi á sjónvarp, einkum sápuóperur og ofbeldisfulla breska sakamálaþætti.
Einhver dæmi um að ráðist hafi verið á starfsfólk verslanna og aðra viðkiptavini fyrir misgáning í hita leiksins, en nokkrir elstu ófriðarseggirnir eiga að sögn „nokkuð erfitt með að bera kennsl á hinn raunverulega óvin.“