Sunday, May 11, 2008

Genova; Camogli;

jibbí loksins loksins

buin að vera askoti léleg í að heimsóknum en er buin að kíkja oft hérna án þess að skilja eftir spor!

en hér er eitt stórt spor samt...

mikið búið að ganga á hérna, í stuttu máli þá var vegabréfi og kortum stolið og alveg helvíti mikið vesen þar í kjölfarið. Gat ekki keypt að éta og get ekki einusinni enn keypt nýtt símakort (vodafone ódýrara en tim sem ég er með) og lenti í miklu veseni með id skirteini þar sem okkar sérstaka þjóð á bara vegabréf sem lögggilt id... fáranlegt. Og ekkert dvalarleyfi, þar með ólögleg:S iss..

en góðar fréttir, geggjað veður (í milanó alltof fokking heitt nú þegar).. bara nánast stanslaust 26 gráður í skugga.. en þá er nu gott að skreppa útá strönd og baða sig í sólinni;) ef ég ætti bara góðar myndir til að bræða ykkur þarna heima og draga ykkur hingað! Mun svo sannarlega næla mér í myndir til að pína ykkur tíhi;)

Fór til Albisola seinustu helgi og var þar á ströndinni um daginn til 7 um kvöldið og svo farið heim að éta og svo á klúbb á ströndinni.. geggjað fjör.
Albisola er þarna þarna í þessum bláa bletti... Þar fyrir miðju er hinsvegar líka Genova og lengst til hægri er Camogli, fór þangað þarseinustu helgi, virkilega flottur staður.


Albisola;


Og svo fáið þið þetta þegar ég kem á klakann.. MMMMMM svoooo gott!! Var að éta yfir mig af þessu rétt áðan og í gær heheh en þið verðið að smakka þetta.. það verður sko ítalskt matarboð þegar tækifæri gefst í sumar! (melanzane (eggaldinn held ég nu að það kallist) fullt af ost og ítölsk tómatsósa ásamt fleiru)

Melanzane alla parmigiana

En að öðru, kem heim líklegast 10 júlí og verð frammí lok sept líklegast... nema ég sjái frammá að ég hafi efni á að koma hingað fyrr og taka ítölsku námskeið. En hinsvegar ekki komin með vinnu þannig að allt getur gerst en það er nokkuð ljóst að ég verði á Íslandi allavega 2 mánuði.

Og svo útileiga ef fólk er til, aðra helgina í júlí og heyrði að það gæti jafnvel orðið rafting aswell?! Það væri magnað! Gætum skroppið útá land í rafting og útileigu haft það geggjað :D Shit ég er orðin alltof spennt til að hitta ykkur og þarf enn að bíða 2 mánuði!

En ætla ekki að pína ykkur meir...
hehe..

Blessó!